En áfram situr ríkisstjórnin
Þriðjudagur, 30. desember 2008
20.000 manns án atvinnu en ríkisstjórnin situr sem fastast og lætur mótmæli, aðgerðir, skoðanakannanir og annað sem fólk gerir til að andæfa stjórnarfarinu og stjórnarleysinu sem vind um eyru þjóta.
Ætli það sé alveg sama hvað við gerum? Það styttist í grófari mótmæli, það er ég sannfærður um.
Allt að 20 þúsund án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara að verða svipað og í ESB löndum,5- 10% atvinnuleysi.
Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 16:51
Ragnar, þér að segja telst 5-10% "eðlilegt" atvinnuleysi. 0-1% atvinnuleysi sem hér hefur ríkt um lengri tíð kallar fram óeðlilega verðmyndun á vinnuafli, þjónustu á vöru. M.ö.o. kallar lítið sem ekkert atvinnuleysi fram óhagræði í hagkerfinu sem yfirgnæfir þann kostnað sem hlýst af því að hafa þá á atvinnileysisbótum sem upp í eðlilegt jafnvægi vantar. Enda höfum við það verðag sem hér er í dag m.a. sökum þessa.
Leiðist þessi umræða um hið meinta atvinnuleysi í ESB eins og það sé eitthvað alslæmt, það er það ekki þegar betur er að gáð.
Höfum gott af því atvinnuleysi sem framundan er til að straumlínulaga hagkerfi okkar og undirbúa það fyrir næstu uppsveiflu, að sjálfsögðu sem nýtt aðildarríki innan ESB.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:37
Það er auðvitað "ekki þjóðin" sem er að mótmæla... bara skríll sko.
Vonandi er hægt að hafa áhrif án grófari mótmæla, en annars erum við í Nató, og a.m.k. í Bandaríkjunum er herinn tilbúinn að beita nifteindasprengjum ef mótmæli þar fara úr böndunum.
Það erum nefnilega við, skríllinn, sem er óvinurinn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.