Allir tengdir formönnum Sjálfstæðisflokks
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Páll Hreinsson hæstaréttardómari var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðuneytinu. Tryggvi Gunnarsson vann náið með Þorsteini Pálssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Benediktsdóttir er tengd Geir Haarde forsætisráðherra en er Samfylkingarkona. Skemmtileg skipan óháðrar nefndar. Hvar er fulltrúi almennings. Ekki sé ég hann. Ég sé bara þæga rakka sem munu ekki finna neitt misjafnt, ja nema kannski að velja einhverja 2 eða 3 sem verður fórnað á altari friðþægingar til almennings.
Rannsóknarnefndin fullskipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hvernig í ósköpunum færðu að Sigríður sé Samfylkingarkona? Hún hefur verið búsett erlendis í rúm 8 ár. Er nú ekki nóg komið af því að kenna alla við flokka. Sigríður er MJÖG hæf eins og sjá má af hennar ferilskrá.
ls (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:16
Er ekki hægt að vera Samfylkingarfólk ef maður býr erlendis? Vissi ekki af þessari reglu. Þetta sagði mér maður sem þekkir mjög vel til og ég treysti honum frekar en nafnleysingjum sem koma með svona ruglrök.
Einar Jónsson, 30.12.2008 kl. 17:27
Verst finnst mér við Sigríði að hún er bendluð við seðlabanka Bandaríkjanna.
Annars finna þau ábyggilega einhverja smáhnökra en mestmegnis mun hrunið tilkomið af tilviljunum og smáyfirsjónum í okkar mjallhvíta þjóðfélagi.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:34
Viltu nú ekki sjá hvað þau grafa upp og hvað þau hafa fram að færa um málið áður en að þú ferð að dæma fólk. Þó svo að þau hafi einhvern tíma unnið fyrir fólk tengt Sjálfstæðisflokknum þá er ekkert gefið að þau séu spillt og undirgeng stjórnvöldum. Þau gætu verið það en þau gætu líka verið heiðarlegasta fólk sem að mun vinna sína vinnu af heiðarleika og kostgæfni.
Þetta er svo sem áhugaverð staðreynd, þ.e. við hvað fólkið vann áður en mér finnst þetta algjörlega ótímabær gagnrýni hjá þér, en það er eins og andrúmsloftið sé orðið svona í þjóðfélaginu. Enginn treystir neinum og nákvæmlega allt orkar tvímæli.
Jóhann Pétur Pétursson, 30.12.2008 kl. 20:07
Það er nú bara staðreynd að hver sá sem hefir verið undir handakrikum Davíðs Oddsonar, er ekki traustsins verð
Númi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:17
Hvernig færðu að hún sé tengd Geir Haarde ???
MS (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:41
Af hverju leitar ríkisstjórnin ævinlega uppi það fólk sem vekur tortryggni þegar skipað er í störf sem helst þurfa að vera sem mest hafin yfir slíkar hugrenningar? Mér finnst þessi spurning eiga fullan rétt á sér. Þjóðin er of lengi búin að horfa á spillinguna flæða út um allt eldhúsið.
Máltækið:"Þeir þurfa að fela sem stela", er mörgum í fersku minni.
Ég hef enga kunnugleika á þessu fólki aðra en þá að mér fannst Tryggvi Gunnarsson standa sig með sóma sem umboðsmaður Alþingis og sá eftir honum þegar hann yfirgaf það starf.
En mér er það óskijlanlegt af hverju starfskraftar Láru Ómarsdóttur voru ekki þegnir fúslega þegar hún bauð sig til þessara starfa. Hefði það verið gert hefði mikilli tortryggni verið eytt.
Árni Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.