Sá slys hér út um gluggann

Það var hreint ömurlegt að horfa á flugeldaslys hér út um gluggann. Það verður augljóslega aldrei nægilega vel vandað um fyrir unglingum þegar flugeldar og sprengiefni eru á útsölu á hverju götuhorni.
mbl.is Með áverka eftir flugeldafikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áþetta að vera svona á eftir ár

það á ekki að selja börnum sprengi efni ekki frekar en bissu og skot go þeir sem er vitað að eru að fikta og breita þessum vörum eiga að fara á bann lista sem er dreift á alla sölustaði fyrir fkugelda. hananú 

Óli P (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:15

2 identicon

Ertu sem sagt að meina að ef maður verður vitni að slysi, þá er það vitninu að kenna, Árni?

Elvar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég get reyndar ekki talað fyrir sölu einkaaðila þar sem ég sel á hverju ári flugelda fyrir Landsbjörgu og hef því ekki grænan grun hvað gerist hjá einkaaðilum. Til að kaupa flugelda hjá okkur þarf viðkomandi að vera 16 ára til að fá minnstu vöruna afhenta. Svo þarf viðkomadi að vera 18 ára til að geta gengið í stóru bomburnar og raketunar góðu. Þessar reglur eru fylgt eftir í hvert sinn, allavega hjá okkar björgunarsveit. Það er hinsvegar rétt að þessi slys eru allt of algeng og að unglingar gera sér ekki grein fyrir áhættunni oftast. Flest slys eru líka vegna þess að fólk er að fikta og taka í sundur skotkökur til að útbúa sprengjur. Þannig að Óli það er rétt hjá þér að það á ekki að selja börnum sprengiefni en bannlisti er hinsvegar allt of flókið fyrirkomulag. Aldurstakmarkið á að vera góð vörn ef hún er framfylgt rétt. Ef maður verður var við að krakar eru að sprengja upp heimatilbúnar sprengjur eða sér að þau eru of ungir til að vera með flugelda á í raun bara að hringja á lögregluna og láta vita. Höfum margoft gert það hjá okkur þegar krakkar eru að sprenja heimatilbúnar sprengjur kringum okkar sölustaði.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 31.12.2008 kl. 00:59

4 identicon

Það er nú eitthvað að þessum Árna Guðmundssyni og eflaust hefur hann gaman af þeirri athygli sem hann fær út af þessu bloggi sínu...sem sýnir okku hversu bilaður hann er.

Jón Sigurjónsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 01:00

5 identicon

annað af þessum slysum gerist rétt furir framan nefið á mér..  hann var víst eitthvað að filta með víti í dollu og fékk það framan í sig og öskraði og veinaði eins og það hafi verið að taka hann af lífi..... þetta hefur sko ekki verið neitt þægilegt....  

Dröfnin (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 01:07

6 identicon

ég bý hérna á hinum helmingnum í þessari götu þar sem strákarnir voru að fikta með Þetta reyndar heyrði ekki öskrin en skildist á dreng sem þekkir til þeirra að þeir hafi verið með einhverja tertu eða víti og það sprakk framan í hann ég veit að þetta er orðið frekar pirrandi þessar sprengingar hérna í kringum okkur og þeir eru endalaust með þessi víti og svo glymur í öllu og maður hrekkur við í hvert skipti sem sprenging verður .... veit um strák sem er í 5 bekk og er búin að vera úti að sprengja víti og vill meina það að mamma sín viti af þessu og leyfi honum þetta ég leyfi mér að efast um það en hvað veit maður ég tek minn og les lífs reglurnar í sambandi við þessi dæmi nokkrum sinnum á dag sama hvort honum finnst ég skemmtileg eður ei og nokk sama þótt hann sé 12 og gelgja og allt það mér finnst að aldurstakmarkið ætti að vera 18 með allt saman´því að slysin gera alrei boð á undan sér ...... og þeir vera allt of ungir sem eru að fikta með flugeldana og leika sér að búa til víti ....

Steinunn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:13

7 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég trúi því alveg foreldrar þessa 5'ta bekkings leyfi honum að gera þetta.Ég hitti nefninlega fyrir 2 eða 3 árum tvo fyrrverandi kennara mína úr grunnskóla og þær voru að hætta að kenna í þessum skóla vegna þess að þær máttu varla skamma krakka sem voru með læti vegna þess að þá fengu þær alltaf brjálaða foreldra upp á sig. Hvar læra börn aga ?

Ef þú vilt vara barnið þitt við með því að sýna því hvað getur gerst þá geturu sýnt því þessa Xray mynd af hendi sem hefur verið að fikta við sprengjur.

Ef barnið trúir því ekki að þetta sé alvöru þá er hérna ljósmynd af hendinni. Ljósmyndin er samt frekar ógeðsleg mynd og mæli ég ekki með því að þú skoðir þessa nema þú viljir það. En það er auðvitað ykkar að meta.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband